Hringurinn 2004
Ég er búin að setja á netið myndir sem teknar voru í hringferðinni. Þessar myndir eru héðan og þaðan úr þessari hringferð. Ég læt
myndirnar tala sínu máli.
Mynd tekinn á Sony Ericsson P800
Víða komið við....
Já, já
Við komum víða við í ferðalaginu 2004. Ákveðið var að fara langa hringinn. Þ.e.a.s. við fórum Langanes og Melrakkasléttu. Það hefur nú alltaf verið talið slæmt að senda einhvern á Kópasker. En eftir þessa ferð okkar hef ég komist að því að verst er að senda mann/konu á Bakkafjörð. Þar er EKKERT, EKKERT. Þú þarft að ná í allar nauðsynjar. Við Steinunn sáum ekki betur en að þarna væri ekki ein einasta verslun eða bensínstöð. Þetta er sá staður á landinu sem ég vildi síst búa á. Í þessari röð er svo afgangurinn. Þórshöfn, ekkert að gerast. Raufarhöfn, ekkert við að hafa. Kópasker, ert farinn að nálgast Húsavík. Í alla falla þá ertu kominn nálægt öllum ferðamönnunum í Ásbyrgi. Það er meira að segja verslun við Ásbyrgi. Ég vil að sjálfsögðu taka það fram að ég hef komist að þessari niðurstöð með 2-10 mín. stoppi á þessum stöðum. Ábyggilega er einhver ástæða fyrir því að fólk vill og býr á þessum stöðum. En í þessari mjög svo lærdómsríku og skemmtilegu ferð voru teknar "nokkrar" myndir á myndavélina í símanum. Ég að sjálfsögðu setti upp mblog. Endilega kannaðu
myndirnar.
Ég er búin að setja texta við allar myndirnar.
Ps.
Við lentum í besta veðri ég sem ég hef kynnst. Ótrúlegur hiti og sól. Fyrir utan Bakkafjörð, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker. En svona er lífið. Þú vinnur ekki í hvert skipti!
Over and out