Bjössa Blogg
6.24.2004
  Þessi morgun var kaldur...
Ég smellti mér snemma á fætur þennan morguninn. Rakaði mig skellti mér í sturtu fékk mér staðgóðan morgunverð og
svo var bara að skella sér í vinnunna. Ég lagði af stað... en hvað heldur þú að hafi blasað við mér? Jújú, Esjan bara með gráan koll.
HVAÐ er í gangi? 24.júlí og Esjan með snjó á toppnum!!
Það er nú ekki allt með felldu. Alla vegana þá er mér ekki skemmt. Ég hef ákveðið að verða við beiðni systra minna og koma með fleiri myndir úr afmælis syrpu Emý Söru.

Þángað til naest
Ta ta
 
6.16.2004
  Eins og það hafi gerst í gær...
Jæja þá er þessi merki dagur runninn upp. Dagurinn sem Emý Sara hefur beðið eftir með
því líkri óþreyju, ég man ekki eftir því að ég hafi verið svona svakalega spenntur á mínum
afmælisdögum. Ætli Emý sé ekki sannkarlað afmælisbarn. Henni fannst þó merkilegast að það hefðu verið 5 dagar þangað til hún yrði 5 ára. Í gærkvöldi sagði hún mömmu sinni að hún hugsaði til Emý langömmu á afmælisdaginn sinn.
Við Steinunn vöktum hana í morgun með afmælispökkum og núna er Steinunn að klæða hana til
að fara á leikskólann. Emý Sara er í því að singja afmælissönginn sinn, aftur og aftur og
aftur. En ég þarf að koma mér í vinnuna. Smellti af nokkrum myndum.

Heyrumst síðar.
 
6.09.2004
  mbl.is - Frettir - innlent
mbl.is - Frettir - innlent

Þetta er alveg meiriháttar. Ég hefið vilja sjá þetta atriði. Forsetinn með einn sturðlasta mann landsins á hælum sér. Ekki skrítið að hann skuli hafa beðið bílstjóran að keyra á þessum ofsa hraða. Hver veit
hvað Ástþór gerir næst. Ég hefði gert nákvæmlega það sama. Áfram Óli.
 
6.08.2004
  Ha! Þetta er alveg ótrúlegt...
við systkynin erum þá kominn með okkar eigin blogg.
Svona er nú tæknin í dag. Annars sit ég í vinnunni og
er að fara yfir gögn áður en ég geng frá flugi til Canada.
Þarf að fara þangað á námskeið og svo bara beint heim aftur.
Hef ekkert heyrt frá gaurnum sem á að kenna mér. Svo ég verð
að bíða með að panta flug þangað til að ég hef fengið staðfesta
dagsetningu frá honum.

Ætla að skella mér í beikonbræðsluna.

Bjössi bolla
 

Söfn
júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / október 2005 / júlí 2006 / september 2006 / október 2006 / desember 2006 / janúar 2007 / febrúar 2007 / mars 2007 / september 2007 / október 2007 / janúar 2008 / febrúar 2008 / nóvember 2008 / maí 2009 /

Links

Myndir/Fotos

  • Myndaalbúm Markús Orra

  • Emý Sara og myndirnar hennar

  • Ertu forvitinn eins og ég?