Árin 30...
Jú jú, það er víst að koma þessum merka viðburði í lífi hvers manns. Ég er 30 ára. Þetta er alveg með ólíkindum. Mér finnst svo stutt síðan að ég var úti að hjóla og leika mér. En svona er þetta nú. Árin líða, og maður á víst að vitkast með árunum. Hef fundið aðeins fyrir þessari auknu vitneskju. En samt ekkert miða við hvað var búið að tala um. Það er nú bara svona. Mér líður alla vegana svakalega vel, miða við aldur og fyrri störf. Til hamingju með daginn öll.
"Bössi kenna gull"
Ég og pabbi að taka upp mína ótrúlega skemmtilegu frásagnir.
Nína frænka og ég að lesa blaðið á Hjarðarhaganum.
Til hamingju með daginn elsku strákurinn minn. Mér finnst ekki vera 30 ár síðan þú fæddist tíminn líður ótrúlega hratt og margt skemmtilegt gerist. Hafðu það sem allra best í dag og alla daga. Þín mamma