Lotusphere 2007 dagur 3
Já, það eru komnir 3 dagar af Lotus Notes. Sunnudagurinn var sá fyrsti. Svakalega mikið af 2 tíma fyrirlestrum. Ekki auðvelt fyrir undirritaðann að halda sér vakandi. En ég nýtt mér tækni daxins og var á netinu þess á milli sem ég var að hlusta. Hjálpaði mér við að halda mér vakandi.
Í gærkvöldi bauð IBM í Danmörk okkur Íslendingunum og auðvitað sýnum löndum út að borða á flottan stað sem heitir
Fulton's, mjög góður matur.
Ég vaknaði kl. 6:12 í morgun og hafði mig til fyrir daginn í dag. Búin að fara á 2 fyrirlestra, er að bíða eftir að sá 3 byrji. Sá heitir Lotus Notes tips and tricks. Var á fyrirlestri áðan um Websphere Portal Express 6. Virkilega áhugaverður, en það var ein kona sem steinsofnaði og fór að hrjóta alveg svakalega hátt. Frekar skondið en neyðarlegt fyrir hana. Læt þetta duga í bili.
Lotusphere 2007 kveðja
Bjössi
Lotusphere 2007
Jæja!
Þá er ballið byrjað. Lotusphere 2007 hófst af fullum krafti í morgun (22.01.07) með Opening General Session. Þetta var auðvitað svaka show og allt í gangi. Maðurinn sem er meðal annars frægur fyrir þessa setningu "That's one small step for (a) man, one giant leap for mankind."
Neil Armstrong kom og hélt smáræðu, virkilega gaman að sjá kallinn. Ég fékk alveg gæsahúð þegar hann var kynntur. Magnaður gaur, eldhress og þrælskemmtilegur, enda á hann afmæli 5. ágúst. Hann verður 77 í ár. Kannski ég sendi honum kort á afmælisdeginum okkar :-)
Eftir þessa skemmilegu opnun fór ég á "hands on session" þar var verið að fara yfir hvernig á að sérsníða Lotus Notes 8. En þetta var of mikið forritun fyrir mig svo ég skiptu um og fór á Domino Domain Manager "hands on session". Virkilega skemmtilegt. DDM er eitthvað sem ég tek í notkun hjá VKG-Hönnun strax og heim er komið. Núna sit ég í alvöru mjúkum amerískum stól og slappa af á milli fyrirlestra. En það að smella á annar svo ég kveð í bili.
Lotus Notes kveðja
Bjössi