Bjössa Blogg
1.23.2007
  Lotusphere 2007 dagur 3
Já, það eru komnir 3 dagar af Lotus Notes. Sunnudagurinn var sá fyrsti. Svakalega mikið af 2 tíma fyrirlestrum. Ekki auðvelt fyrir undirritaðann að halda sér vakandi. En ég nýtt mér tækni daxins og var á netinu þess á milli sem ég var að hlusta. Hjálpaði mér við að halda mér vakandi.
Í gærkvöldi bauð IBM í Danmörk okkur Íslendingunum og auðvitað sýnum löndum út að borða á flottan stað sem heitir Fulton's, mjög góður matur.
Ég vaknaði kl. 6:12 í morgun og hafði mig til fyrir daginn í dag. Búin að fara á 2 fyrirlestra, er að bíða eftir að sá 3 byrji. Sá heitir Lotus Notes tips and tricks. Var á fyrirlestri áðan um Websphere Portal Express 6. Virkilega áhugaverður, en það var ein kona sem steinsofnaði og fór að hrjóta alveg svakalega hátt. Frekar skondið en neyðarlegt fyrir hana. Læt þetta duga í bili.

Lotusphere 2007 kveðja
Bjössi
 
Ummæli:
Ef ég þekki minn mann rétt að þá hefur hann nú örugglega steinsofnað einhvern tímann og hrotið MJÖG hátt ;-)

Bæjó Steinó
 
Við erum alveg skemmtilega fjölskyldan, alltaf sofandi alls staðar!!! En vonum nú Steinunn að Bjössi hafi ekki hrotið mjög hátt þó að hann hafi nú örugglega sofnað e-ð?!?
Hin(segin) Steinunn ha ha ha...
 
Þessi var góður Steinunnaa!!!

Já vonandi hefur hann ekki orðið okkur til skammar.

Steinó
 
Þetta átti nú bara að vera Steinunn en ekki Steinunnaa.

Steinó
 
Já Bjössi, ég kannast við þetta með að halda sér vakandi á tölvufyrirlestrum :) Þrátt fyrir að tölvunarfræðinámið hér í Danmörku sé áhugavert, er það alltaf viðvarandi hætta að detta út...t.d. ef maður er aðeins of lítið sofinn, fyrirlesarinn með svæfandi rödd...nú eða ef tæknimálið verður aðeins of mikið og allar skammstafanirnar renna saman í eina...ZZZZ ;)

Best að punkta annars hjá sér Fulton's sem veitingastað sem maður þarf að heimsækja í næstu Köbenferð.

Tölvukveðjur frá Danó,
Hvati "og félagar" í Árósum
 
...ok Fulton's er sem sagt ekki í Danmörku af vefsíðunni þeirra að dæma - las aðeins of hratt á milli línanna...enda búinn að vera að forrita töluvert í dag og farinn að hætta að geta lesið af skjánum...og hvað þá skr-i--f-a-ð :-)

Godnat,
Hvati
 
Skrifa ummæli





<< Heim

Söfn
júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / október 2005 / júlí 2006 / september 2006 / október 2006 / desember 2006 / janúar 2007 / febrúar 2007 / mars 2007 / september 2007 / október 2007 / janúar 2008 / febrúar 2008 / nóvember 2008 / maí 2009 /

Links

Myndir/Fotos

  • Myndaalbúm Markús Orra

  • Emý Sara og myndirnar hennar

  • Ertu forvitinn eins og ég?