Eins og það hafi gerst í gær...
Jæja þá er þessi merki dagur runninn upp. Dagurinn sem Emý Sara hefur beðið eftir með
því líkri óþreyju, ég man ekki eftir því að ég hafi verið svona svakalega spenntur á mínum
afmælisdögum. Ætli Emý sé ekki sannkarlað afmælisbarn. Henni fannst þó merkilegast að það hefðu verið 5 dagar þangað til hún yrði 5 ára. Í gærkvöldi sagði hún mömmu sinni að hún hugsaði til Emý langömmu á afmælisdaginn sinn.
Við Steinunn vöktum hana í morgun með afmælispökkum og núna er Steinunn að klæða hana til
að fara á leikskólann. Emý Sara er í því að singja afmælissönginn sinn, aftur og aftur og
aftur. En ég þarf að koma mér í vinnuna. Smellti af nokkrum
myndum.
Heyrumst síðar.