Bjössa Blogg
6.16.2004
  Eins og það hafi gerst í gær...
Jæja þá er þessi merki dagur runninn upp. Dagurinn sem Emý Sara hefur beðið eftir með
því líkri óþreyju, ég man ekki eftir því að ég hafi verið svona svakalega spenntur á mínum
afmælisdögum. Ætli Emý sé ekki sannkarlað afmælisbarn. Henni fannst þó merkilegast að það hefðu verið 5 dagar þangað til hún yrði 5 ára. Í gærkvöldi sagði hún mömmu sinni að hún hugsaði til Emý langömmu á afmælisdaginn sinn.
Við Steinunn vöktum hana í morgun með afmælispökkum og núna er Steinunn að klæða hana til
að fara á leikskólann. Emý Sara er í því að singja afmælissönginn sinn, aftur og aftur og
aftur. En ég þarf að koma mér í vinnuna. Smellti af nokkrum myndum.

Heyrumst síðar.
 
Ummæli:
Hello!!
Tetta eru ekkert smá fyndnar myndir af henni, NÝ vøknud!! Ég hringdi í hana ádan og hún mátti ekkert vera ad tví ad tala vid mig, ég er frekar módgud... En kysstu hana frá mér!!!
Steinunn frænka!
 
ha ha - hún var einmitt frekar svekkt út í þig, og reyndar mig líka :/ Ég spjallaði aðeins við hana í svona 5 min og sagði svo "jæja, ég hringdi bara til að óska þér til hamingju með afmælið"! Þá var svarað um hæl "Steinunn líka" og meinti hún að þú hafðir líka einungis hringt til þess! Henni fundust þetta því heldur ómerkileg símtöl greinilega ;) En hvernig er það annars kæri bróðir - koma ekki fleiri myndir??????
 
Skrifa ummæli





<< Heim

Söfn
júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / október 2005 / júlí 2006 / september 2006 / október 2006 / desember 2006 / janúar 2007 / febrúar 2007 / mars 2007 / september 2007 / október 2007 / janúar 2008 / febrúar 2008 / nóvember 2008 / maí 2009 /

Links

Myndir/Fotos

  • Myndaalbúm Markús Orra

  • Emý Sara og myndirnar hennar

  • Ertu forvitinn eins og ég?